MUNDILFARI

  Félagsblað Lífspekifélagsins 1. tbl. 52. árg. Janúar 2024. Ábm. Leifur Heiðar Leifsson

“Lífspekifélagið - Guðspekifélagið - Guðsbakaríið - Tesopinn”

 

 

 

Kæru félagar.

Þann 17. nóvember voru 148 ár frá því að félagið var stofnað í New York, árið 1875. Því eru tvö ár í stórafmæli.

Ný vefsíða hefur verið í þróun og verður brátt opnuð, á www.lifspekifelagid.is. Vonast er til að auglýsingar á atburðum verði á síðunni og líka á Facebook og Instagram. Þá verði þar hægt að greiða félagsgjöld, áskrift að Ganglera, fyrir bækur, einstaka viðburði og gjafir. Auk þess verður aðgengi að gömlum upptökum, yfirlit yfir Ganglera og nokkuð af greinum. Þá verður einnig aðgengi að Tesopanum - Hlaðvarpi félagsins.

Streymi frá fræðslufundum hefur verið frá byrjun árs 2023 og hefur gefið góða raun. Sjá á Facebook:  Lífspekifélagsgrúppan.

Veruleg aukning hefur verið á fjölda lífsskoðunarfélaga félagsins frá því það fékk skráningu fyrir rúmu ári síðan og eru lífsskoðunarfélagar nú um 80.  Mikilvægt er að allir félagar sem geta, skrái sig þannig í Þjóðskrá og ættingjar þeirra, ef hægt er.  Stór verkefni eru framundan í að laga húsið og tæknibúnað sem verður ekki hægt að gera án aukinna fjárframlaga. Þessi skráning félagsins sem lífsskoðunarfélag hefur þegar haft góð áhrif á rekstrarstöðu félagsins bæði hvað varðar útgjöld og innkomu. Draumurinn er að geta ráðið ritara í hlutastarf til að ganga í lykilstörf. 

Táknin í merki félagsins:  Ormurinn og hakakrossinn.

Stofnandi félagsins, Helena Petrovna Blavatsky, hannaði merki félagsins. Hún var fjölfróð þegar kom að táknum í ýmsum andlegum hefðum. Omurinn er klassíkst tákn og má bæði finna í norrænni goðafræði sem Miðgarðsormurinn og sem Níðhöggur sem bítur rætur heimstrésins Yggdrasils.  Drekinn birtist líka í grískri stjörnufræði sem stjörnumerkið efst á himnum við hlið Stóra- og Litla-Björns. Í indverskum fræðum er hann tákn um andlega eldinn sem rís upp hrygginn við andlega iðkun og kallast Kundalini. Dýrahringurinn er tilvísun til þroskaleiðarinnar gegnum orkustöðvarnar sex sem byrjar að vetri og lýkur á hásumri. Satúrnus sem ræður steingeit og vatnsbera er guð jarðarelementsins og miðsvetrarmerkjanna sem og lægstu orkustöðvarinnar. Sól og Tungl ráða ljóni og krabba sumars, sem eru fulltrúar 6. og 7. frumefnisins (eldvatn og vatnseldur). Fyrir vatn er Júpiter í kynorkustöðinni (bogamaður og vatnsberi). Fyrir eld er mars í magastöðinni (hrútur og sporðdreki).  Fyrir loftið er Venus (naut og vog) og svo Merkúr fyrir fimmta frumefnið (viður, eter, rými/ tviburi og meyja). Sjá nánar hér fyrir neðan. Vitundarorkunni er lýst sem streng milli hæstu og lægstu orkustöðvanna og á þennan streng hrannast þoka lífserfiðleikanna sem er svo verkefni fyrir andlega vinnu að hreinsa burt.  Hakakrossinn táknar sólina sem fer um dýrahringinn og athyglina sem ferðast upp og niður um innri súluna. Sá flutningur á athygli er lykil iðkunar í mörgum jógahefðum eins og Kriya- og Kundalini-jóga. Í heiðninni var hakakrossinn tilvísun til Mjölnis, hamars Þórs. Þór er haf- og sólarguð auk þess sem hann tengdist Júpíter. 

 

Með kærri kveðju,

Haraldur Erlendsson forseti.

Om satyān nāsti paro dharmaha II

Heill sé æðri viskunni sem býr á bakvið alla andlega skóla og innra með hverjum manni  

 

 

 

 

 


Dýrahringurinn og orkustöðvarnar (HE)

 

 

Dagskrá á vormisseri 2024                 

 

Fastir liðir í húsinu:

 

Fræðslufundir: Föstudaga kl. 20:00 og laugardaga kl. 15:00. Laugardagsfundir hefjast með 15 mínútna hugleiðingu kl. 15 (komið tímanlega), svo tesopa og með því og þá kemur spjallið.

Dagskrá má sjá á Facebook: Lífspekifélagið.  Streymi má sjá á:  Lífspekifélagsgrúppan.  Sjá einnig vefsíðuna: www.lifspekifelagid.is.

 

Lesfundir á vegum Blavatsky-stúkunnar eru á sunnudögum kl. 11:00 – 12:30 (nema 24. mars). Fyrsti fundur á vorönn er 7. janúar og sá síðasti 5. maí.  Lokið verður við lestur Hvíkynngi (A Treatise on White Magic eftir Alice A. Bailey). Farið verður í efnið sem er til umfjöllunar og það rætt út frá andlegri rækt og daglegu lífi þátttakenda. Fundunum lýkur með stuttri hugleiðingu. Frekari upplýsingar veitir Jón Ellert (s. 694 2532).

 

Tunglhugleiðing: Blavatsky-stúkan sér um hugleiðingu í tilefni af fullu tungli í hverjum mánuði. Hugleiðingarfundirnir hefjast kl. 20:00 en fyrir hugleiðinguna er farið yfir helstu eigindir og áhrif viðkomandi stjörnumerkis. Hugleiðingin stendur í um 25 mínútur. Hugleiðingardagarnir eru fimmtudagurinn 25. janúar (vatnsberi), laugardagurinn 24. febrúar (fiskar), sunnudagurinn 24. mars (hrútur) og þriðjudagurinn 23. apríl (naut).

 

28. september (fimmtudagur), 28. október (laugardagur), 26. nóvember (sunnudagur), 26. desember (þriðjudagur).

 

Gröning-hópurinn: Hittist þriðja hverja viku á mánudögum kl. 19:00. Þeir sem vilja vera með hafi samband við Önnu Ottesen í síma 898-7522. Fundirnir eru haldnir í heimahúsi.

 

Margrét Hugrún hitting með Markar hópnum annan hvern þrijudag frá 23. Janúar frá 20 til 22.

 

AA-hópur hittist í húsinu á laugardagsmorgnum kl. 10:00 til 12:30

 

Systkinabandið Akureyri verður með reglulega fundi í vetur.  Hafa má samband við Sólrúnu Sverrisdóttur - megaopp@mmedia.is.  Sjá á Facebook: Lífspekifélagið á Akureyri.  Á þriðjudögum kl. 20 í Zonta-húsinu, Aðalstræti 54.  

Lótusfundurinn: Blavatsky-stúkan sér um Lótusfundinn - hátíðisdag Lífspekifélagsins - miðvikudaginn 8. maí 2024 kl. 20:00. Áttunda kviða Hávamála Indílands (Bhagavat Gita) lesin og látinna félaga minnst með mínútu þögn. Jón Ellert Benediktsson fjallar um skrif um stofnanda félagsins, Helenu Petrovnu Blavatsky og hagnýta dulspeki.

 

Sigurður Gunnarsson verðum með Kung Fu jógatíma á miðvikudögum kl. 18-19 í janúar, frá 3. janúar.  Mögulega svo aftur með vorinu.

 

,,Ævintýrahópur”sem er leiddur af Helga Garðari Garðarssyni verður einu sinni í mánuði, á fimmtudögum kl. 19:00.

Mundilfari kemur út þrisvar á ári: september, janúar og í maí fyrir sumarskólann.

Aðalfundur félagsins 2024 verður haldinn laugardaginn 4. maí, kl. 14 í húsi félagsins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Erindi í Lífspekifélaginu á vorönn 2024

 

Dagsetning og tími

Fyrirlestur - viðburður

Fyrirlesari

 

3. janúar

10. janúar,

kl. 18:00-19:00

Kung Fu og Hatha yoga tímar

Alla miðvikudaga í janúar

Sigurður Gunnarsson hefur starfið á árinu með krafti og dýpt.

 

Reykjavíkurdeildin

Fimmtudagur

11. janúar kl. 19:00

Ævintýrahópur.

 

Ævintýrin og hvernig þau tala til sálarinnar.

Helgi Garðarsson, geðlæknir fer fyrir hópnum.

26. janúar

kl. 20:00

Hvað varð um sálina?

Þættir úr hugmyndasögu andlegs lífs. 

Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands

27. janúar

kl. 15:30

Hvert stefnir heimurinn?

Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur fer yfir stöðuna í heiminum og veltir fyrir sér á hvaða leið við erum.  

Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur

Martinus

Föstudagur

2. febrúar

Kl. 20:00

 

 

 

 

Spíralsvæði - Líf eftir ,,dauðann”

Martinus skiptir tilverunni upp í mörg spíralsvæði sem aftur skiptast upp í 6 tilverusvæði og þannig áfram í óendanlegri endurtekningu. Þar sem hvert spíralsvæði eru milljarðar ára gefur það lífverum möguleika á að upplifa hinn stóra kontrast eða andstæðu í hverjum spíral.

Hilmar Sigurðsson,

 

Martinus

Laugardagur

3. febrúar

Kl. 15:30

Hilmar heldur áfram að tala um efni fyrirlestrarins frá kvödinu áður.

Hilmar Sigurðsson

 

Reykjavíkurdeildin

8. febrúar

kl. 19:00

Ævintýrahópurinn.

 

Ævintýrin og hvernig þau tala til sálarinnar.

Helgi Garðarsson, geðlæknir fer fyrir hópnum.

Baldur

9. febrúar

kl. 20:00

Landnám Ingólfs

Haraldur Erlendsson heldur áfram að tala um landnám Ingólfs.

Haraldur Erlendsson

Baldur

10. febrúar

kl. 15:00

Nánar auglýst síðar

 

 

Septíma

16. febrúar

kl. 20:00

Þorum við að vera frjáls?

 

Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður.

Septíma

17. febrúar

kl. 15:00

Hugleiðslutónleikar - Sveimandi og taktlaust tónlistarferðalag inn í dýpstu víddir undirmeðvitundarinnar, leitt af Frímanni Kjerúlf.

 

Frímann Kjerúlf

 

Mörk

23. febrúar

kl. 20:00

Upplifunarkvöld

Gestir í sal fá að spreyta sig á að gera myndir með gervigreind án þess að þurfa að hafa nokkra reynslu. Gestir koma með hugmyndir að myndefni sem Margrét slær inn í þar til gert forrit og svo er myndunum varpað á skjáinn um leið og þær fæðast. Við sköpum myndirnar saman og sjáum útkomuna birtast.

Margrét Hugrún

 

Mörk

24. febrúar

kl. 15:00

Spjall um gervigreind

Margrét Hugrún

 

Dögun

1. mars

kl. 20:00

Að gera jörðina mennska

Fjallað verður um höfund samnefndrar bókar Mario Louis Rodriguez (höfundarnafn Silo), og leitina að hinni innri leið. Jón Ásgeir Fékk snemma áhuga á vangaveltum um tilgang lífsins. Sá áhugi jókst við að lesa það sem Silo hafði fram að færa. Silo ráðlagði að stúdera Gurdjieff og Rudolf Steiner. Það leiddi svo til Blavatsky.

Jón Ásgeir Eyjólfsson

Dögun

2. mars

kl. 15:00

Spegill sálarinnar

Kynning á tarot-spilum. Melkorka verður með hugleiðslu, tekur 2-3 lög og mætir með tarot-spilin sín, segir frá þeim og leyfir viðstöddum að draga nokkur spil.

 

Melkorka Edda Freysteinsdóttir

Reykjavíkurdeildin

7. mars

kl. 19:00

Ævintýrahópurinn

Ævintýrin og hvernig þau tala til sálarinnar.

Helgi Garðarsson geðlæknir, fer fyrir hópum.

Martinus

8. mars

Kl. 20:00

Alheimurinn sem lifandi vera

Æ fleiri vísindamenn hallast að þeirri skoðun að alheimurinn sé lifandi vera, og hljóti þess vegna að hafa vitund. Samkvæmt Martinusi er alheimurinn lifandi vera með vitund, byggður upp af lifandi verum. Vitund sem samanstendur af hugsun og visku.

Svanur B. Annasson

Martinus

10. mars

kl. 15:00

Spjall með Svani um efni fyrirlestrarins sem var kvöldið áður.

Svanur B. Annasson

 

Baldur

15. mars

kl. 20:00

Völvur á Íslandi

Sigurður Ægisson guðfræðingur og þjóðfræðingur fjallar um bók sína um völvur á Íslandi frá landnámi og fram á okkar daga.

 

Sigurður Ægisson

15.-16. mars (aðfaranótt laugardags)

22:30-09:30

 

 

Baldur

16. mars

Kl. 15:00

 

 “World sleep day” - Svefntónleikar / afspilun.

Gestir gista í Lífspekifélaginu undir tónum Max Richter. Albúmið Sleep er 8 klst. albúm sem ætlað er til hlustunar á meðan áheyrendur sofa. Koma með dýnu, teppi og kodda.

 

Skyggnar konur

Dalrún Saga Kaldakvísl Eygerðardóttir doktor í sagnfræði.  Hún ræðir um skyggnar konur.

 

Frímann Kjerúlf

 

 

 

 

Dalrún Saga Kaldakvísl Eygerðardóttir doktor í sagnfræði

 

 

 

https://worldsleepday.org/

 

 

 

 

23. mars

Kl. 14:00 til 17:00

Vorsamvera

Haraldur Erlendsson

Landvættir. Íslenska hjólið. Hvönnin sem fæða. Tónlist.  Kakó-serimónía.

 

Reykjavíkurdeildin

4. apríl

kl. 19:00

 

Ævintýrahópurinn

Ævintýrin og hvernig þau tala til sálarinnar.

 

Helgi Garðarsson geðlæknir, fer fyrir hópnum.

 

Septíma

5. apríl

kl. 20:00

Trúarbragðasaga – Ágrip

Saga trúarbragða er á margbrotinn hátt samofin menningarsögu mannkyns. Af þessu má leiða að uppruni trúarbragða og uppruni menningar sé af sömu rótum. Flest trúarbrögð búa yfir hugmyndum og sögum um uppruna sinn og um leið um uppruna alheims og mannlegs samfélags. Þessar hugmyndir taka á sig birtingarform goðsagna (mytologíur).

Pétur Pétursson.  Prófessor emeritus í guðfræði

 

 

Septíma

6. apríl

kl. 15:00

 

Hugleiðslutónleikar - Sveimandi og taktlaust tónlistarferðalag inn í dýpstu víddir undirmeðvitundarinnar, leitt af Frímanni Kjerúlf.

 

Frímann Kjerúlf

Mörk

12. apríl

Kl. 20:00

Auglýst síðar

 

 

Mörk

13. apríl

kl. 15:00

Auglýst síðar

 

 

Dögun

19. apríl

kl. 20:00

Vertu þú! Þorðu að vera þú, þinn tími er núna!

Fyrirlesturinn fjallar um hvernig þú getur komist þangað að þora að vera þú og hlusta á hjartað þitt, alltaf. Við eigum öll rétt á að vera við sjálf án þess að minnka okkur eða vera sífellt í einhverju hlutverki í samskiptum við aðra, þóknast öðrum og standa ekki með sjálfum okkur.

Björk Ben, lífsins leiðsögumaður.

Dögun

20. apríl

15:00

Hugurinn okkar - Besti vinurinn og versti óvinurinn

Stuttur fyrirlestur um hvernig hugurinn okkar virkar og hvernig við getum stjórnað honum en ekki hann okkur. Farið yfir hvernig við getum nýtt hugleiðslu til að hjálpa okkur að hvíla hugann og hugsa skýrar.

Björk Ben, lífsins leiðsögumaður.

Martínus

26. apríl

kl. 20:00

Örlög eða karmalögmálið í ljósi endurholdgunar

Karma og endurholdgun eru hugtök sem eru sérstaklega þekkt í austrænum trúarbrögðum og höfðu þau áhrif á austræn samfélög, sérstaklega Indland, á þann hátt að þau urðu frekar andlega sinnuð. En þar sem endurholdgun vantaði í kristnu trúarbrögðin urðu hin kristnu þjóðfélög brautryðjendur í efnishyggju, þar sem trúin á eitt líf varð allsráðandi.

 

Finnbjörn Finnbjörnsson.

Martíus

27. apríl

kl. 15:00

Finnbjörn með spjall um efni fyrirlestrarins sem var kvöldið áður.

Martinus sýnir fram á með rökrænum hætti að tilveran getur ekki verið rökrétt og þar með réttlát án þess að lífveran sé eilíf. Þau örlög sem hún fer í gegnum skapar hún sjálf, þannig að ekki er hægt að kenna öðrum en sjálfum sér um erfið eða góð örlög.

Finnbjörn Finnbjörnsson.

4. maí

Laugardagur

Kl. 15:00

Aðalfundur Lífspekifélagsins

 

 

Blavatsky

8. maí  

Lótusfundur

Blavatskystúkan sér um fundinn.

 

 

 

      



Sjá nánar um dagskrána á heimasíðu félagsins: www.lifspekifelagid.is og á Facebook. Almennar fyrirspurnir eða um Ganglera sendist á: postur@lifspekifelagid.is                                            

 

     सत्यान्नास्ति परो धर्मः

Om satyān nāsti paro dharmaha II 

                                       Allir andlegir skólar vísa á innri veruleika